30.04.1918
Neðri deild: 13. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 369 í C-deild Alþingistíðinda. (1860)

11. mál, sala Gaulverjabæjar

Einar Arnórsson:

Fyrst mjer er leyft .að, skal jeg skýra í örstuttu máli, hvaða hugsun felst í brtt. minni við fram komna dagskrá. Jeg kem með brtt. af þeirri ástæðu, að til stendur, aðgerðar verði umbætur á þeirri jörð, sem hjer er verið að tala um, umbætur, þar sem landssjóður leggur fram fje. En fyrst um sinn, meðan þessar umbætur eru ekki gerðar veit enginn, hverju þær kunna að orka síðar um verð jarðarinnar. Þess vegna er ekki rjett að selja jörðina meðan óvíst er um verðhækkunina, því að virðingarmenn hljóta að renna blint í sjóinn um það að áætla hana. Þess vegna er það, á meðan svona er óvist, hvernig eigi að meta þessa jörð, að jeg hefi lagt það til, að hin rökstudda dagskrá verði þannig orðuð, að fyrst um sinn verði jörðin eigi seld. En þar með er ekkert sagt um það, nema rjett kunni að vera að selja hana síðar, þegar þær ástæður eru fallnar burtu, sem nú eiga að hamla sölunni.