14.05.1918
Neðri deild: 22. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 382 í C-deild Alþingistíðinda. (1877)

46. mál, biðlaun handa Metúsalem Stefánssyni

Forsætisráðherra (J. M.):

Mjer virðist að vísu rjett, að umræddur skólastjóri eigi að fá biðlaun eða eitthvað þesskonar, en jeg get ekki neitað því, að mjer finst skyldan til þess hvíla á Múlasýslunum, en ekki á landssjóði. Er þar sem hjer er um lítilræði að gera, skal jeg ekki um það fást. Jeg stóð aðallega upp af því, að jeg vildi skjóta því til hv. fjárveitinganefndar að athuga, hvort ekki væri hægt að fá þennan mann til þess að veita einhverja tilsögn við Eiðaskólann. Það er svo ákveðið í lögunum um nýja skólann, að fella megi niður kenslu að einhverju leyti. Mætti þá nefna það, að ekki væri ólíklegt, að það þætti nokkurs virði að hafa kenslu þar síðari hluta vetrar, t. a. m. búnaðarnámsskeið.

Gæti nú ekki staðið svo á fyrir þessum manni, að hann gæti tekið að sjer slíka kenslu? Þetta gæti verið til athugunar fyrir 2. umr., og yrði þá þingsályktunartill. breytt þessu samkvæmt.