14.05.1918
Neðri deild: 22. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 382 í C-deild Alþingistíðinda. (1878)

46. mál, biðlaun handa Metúsalem Stefánssyni

Frsm. Jón Jónsson:

Jeg get ekki sagt um það, hvort sú uppástunga, sem hæstv. forsætisráðherra kom með, geti gengið, því að þegar jeg talaði við skólastjóra, áleit hann sig bundinn við loforð við forseta Búnaðarfjelagsins. En hins vegar hefir hann ekki enn fengið ákveðið svar við því, hvort staðan verði stofnuð. Geri jeg ráð fyrir, að það geti dregist, og sennilegast, að ekkert verði gert í því máli fyr en á næsta þingi. Jeg gæti því hugsað, að þangað til gæti hann gegnt einhverjum kenslustörfum fyrir skólann.