23.05.1918
Neðri deild: 29. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 526 í C-deild Alþingistíðinda. (1911)

51. mál, námurekstur landssjóðs á Tjörnesi

Forsætisráðherra (J. M.):

Mjer þykir þetta alleinkennileg „stutt athugasemd“. Reyndar rennur yfir alla bakka, þegar haldnar eru margra daga umræður, og síðan er gerð „stutt athugasemd“ sem þessi.

Jeg vil leiðrjetta misskilning á þeim orðum mínum, er jeg sagðist ekki mundu taka á móti tillögu sem þessari. Jeg átti við, að jeg myndi tafarlaust láta hætta verkinu, ef till. yrði samþykt, því þannig skildi jeg tillöguna.