23.05.1918
Neðri deild: 29. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 527 í C-deild Alþingistíðinda. (1914)

51. mál, námurekstur landssjóðs á Tjörnesi

Forseti:

Það mun hafa verið föst venja, að framsm. hefir verið leyft að gera stutta athugasemd, hafi þeim verið gefin ástæða til þess, þótt þeir hafi áður talað þrisvar. Og í samræmi við það spurði jeg einn þeirra háttv. þm., sem óskað hafa, að umræðum sje slitið, hvort þeir vildu meina framsögumanni þetta. Kvað hann nei við, og leyfði jeg því hv. frsm. (G. Sv.) að gera stutta athugasemd. Annars er þetta mál útkljáð.