04.07.1918
Neðri deild: 63. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 545 í C-deild Alþingistíðinda. (1945)

110. mál, lán til kolanáms

Einar Árnason:

Till. mín um að vísa máli þessu til bjargráðanefndar bygði jeg á því, að mál þetta væri helst til lítið undirbúið og flestum ókunnugt um það, það horfir svo við mjer, að mjer finst til of mikils ætlast, ef þm. eiga að greiða atkv. með málinu, eins og það liggur nú fyrir. Mjer fanst það frekar greiði við málið að vísa því til nefndar, til þess að það geti fengið þar nauðsynlegan undirbúning. En fari svo, að felt verði að vísa málinu til nefndar, þá sje jeg mjer ekki fært að greiða atkv. með því.