28.05.1918
Neðri deild: 33. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 698 í C-deild Alþingistíðinda. (2067)

69. mál, skipun læknishéraða o. fl.

Flm. (Einar Arnórsson):

þegar frv. um hækkun læknataxtans, var hjer á döfinni og felt í þessari hv. deild, ljetu ýmsir svo um mælt, að aðra leið yrði að fara til þess að bæta kjör lækna, og sú leið var að hækka laun þeirra; þess vegna er frv. þetta fram komið.

Jeg ætla ekki að mæla með frv.; ástæðurnar fyrir því eru svo sjálfsagðar og auðsæar, að jeg tel óþarft að eyða að þeim frekari orðum. Jeg vildi biðja þá, sem eru ákveðnir í, að engin slík frv. nái fram að ganga, að greiða atkvæði hreinlega á móti þessu frv. strax, heldur en að eyða tíma þingsins í gersamlegan óþarfaþvætting um málið. Loks óska jeg, að frv. verði að lokinni umræðu vísað til allsherjarnefndar, ef því verður lofað að lifa svo lengi.