16.05.1918
Neðri deild: 24. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 413 í B-deild Alþingistíðinda. (208)

37. mál, hækkun á vörutolli

Fjármálaráðherra (S. E):

Jeg skal að eins með nokkrum orðum skýra frá ástæðunni til þess, að stjórnin lagði til að hækka vörutollinn á þessum tveimur liðum sjerstaklega, nefnilega á 3. og 6. lið. Jeg kannast við, að undir báðum þessum liðum eru nauðsynjavörur, en hins ber líka að gæta, að undir báðum liðunum er mikið af óþarfavörum, í 3. lið í d. silkivarningur og. því um líkt, sem sjerstaklega er vel lagað til að tolla, og undir 6. lið ýms glysvarningur, gullstáss og annar óþarfi. Í Danmörku er t. d. hátt stimpilgjald á ýmsum gullvarningi. Tollhækkunin á þessum 2 liðum er því rjettmæt á óþarfavörunum, en vegna „princip“-leysisins í vörutollslögunum kemur hún einnig niður á sumum nauðsynjavörum.

Frv. lagði ekki til að hækka toll á fleiri flokkum en þessum tveimur, en stjórnin mun ekki setja sig upp á móti því, eins og nú standa sakir, að hækka vörutollinn allan, ef þingið vill ganga svo langt.