15.06.1918
Neðri deild: 50. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 742 í C-deild Alþingistíðinda. (2107)

96. mál, verðlag á vörum

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg var ekkert að hafa á móti því, að frv. var tekið á dagskrá í dag, því ekki var líklegt, að um það þyrftu að verða langar umr. að þessu sinni, þar sem vænta mátti, að því yrði vísað til bjargráðanefndar til athugunar.

En hvað snertir kvörtun hv. flm. (P. O.) yfir því, að ekki þýði að koma með fleiri fyrirspurnir, þá er það auðvitað leitt, að fyrirspyrjendum skuli finnast þeir græða lítt á fyrirspurnum sínum.