16.07.1918
Efri deild: 67. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 748 í C-deild Alþingistíðinda. (2129)

96. mál, verðlag á vörum

Guðmundur Ólafsson:

Það er víst harla þýðingarlítið að ræða frv. þetta. Forseti hefir, svo sem hans er venja, lagt til, að frv. þessu verði vísað til bjargráðanefndar, sömu nefndar hjer og hafði það til meðferðar í hv. Nd., að þessari umr. lokinni, en þessi nefndartilvísun er gersamlega óþörf, því að bjargráðanefndin hefir haft samskonar mál eða sama mál með höndum, þótt í öðru formi væri, og hefir þar látið í ljós skoðun sína á þessu. Frv. það, er álit nefndarinnar fylgdi, var felt hjer í hv. deild í gær í mesta flaustri, og mjer finst engin ástæða til að væna nefndarmenn um, að þeir breyti skoðun með degi hverjum; að minsta kosti verð jeg að frábiðja mjer getsakir um það hvað mig snertir. Umsögn mín verður söm og áður, og líkt tel jeg sjálfsagt um meðnefndarmenn mína. Það er því mikið rjettara, að málið gangi áfram nefndarlaust.