02.07.1918
Neðri deild: 61. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 882 í C-deild Alþingistíðinda. (2180)

105. mál, bráðabirgðalaunaviðbót til embættismanna o. fl.

Jörundur Brynjólfsson:

Að eins stutt athugasemd. Brtt. mín ber það með sjer, að jeg ætlast til, að fjenu verði úthlutað eftir þörfum, en ekki hundraðstölu, enda tók jeg það fram, að póstmeistara væri trúandi til að skifta því rjettlátlega. Væri fjenu skift eftir hundraðstölu, þyrfti ekki að ræða um rjettláta skiftingu.

En viðvíkjandi því, sem hv. þm. S.-Þ. (P. J.) sagði, þá er hækkunin eftir till. hans ekki 20%, heldur liðug 16%.