01.06.1918
Neðri deild: 37. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 888 í C-deild Alþingistíðinda. (2189)

80. mál, dýrtíðaruppbót af aukatekjum

Einar Arnórsson:

Jeg hefi ásamt hv. þm. Stranda. (M. P.) leyft mjer að bera fram brtt. við þingsályktunartill. þessa, og fer hún í þá átt, að uppbótin af aukatekjunum nemi 100%. Þessi tillaga er því í samræmi við þá till. hv. fjárveitinganefndar, er ætlaðist til, að hækkunin á gjaldskránni næmi 100%. Að eins er sá munurinn, að gjaldið er greitt af öðrum en nefndin ætlaðist til, en jeg býst við, að þar sem hv. fjárveitinganefnd taldi þá hækkun rjettláta, þá telji hún einnig þessa tillögu okkar sanngjarna.

Jeg er samþykkur hv. þm. V.-Sk. (G. Sv.) um, að málinu verði vísað til frekari athugunar til fjárveitinganefndar, úr því deildinni fanst hún best fallin til þess að athuga þessi launamál.