04.06.1918
Neðri deild: 39. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 950 í C-deild Alþingistíðinda. (2226)

82. mál, landsverslunin

Sigurður Stefánsson:

Jeg vona, að þessi till. sjé ekki svo móðgandi fyrir hv. stjórn, að hún geti ekki beðið nokkra daga til með að hræra í blóði hennar. Og því síður skil jeg hæstv. forsætisráðherra, er hann fer að fárast yfir tímatöfinni, sem af þessu verður, því enginn á stærri hlut í því, að þingið hefir nú setið langan tíma yfir engu, heldur en hæstv. forsætisráðherra.