01.06.1918
Efri deild: 33. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 961 í C-deild Alþingistíðinda. (2241)

77. mál, dýrtíðaruppbót handa Sigurgeiri Gíslasyni

Karl Einarsson:

Jeg get látið mjer nægja að vísa til þeirrar rökstuddu dagskrár frá fjárveitinganefnd, sem fram er komin, því þar eru teknar fram ástæðurnar fyrir því, að nefndin getur ekki fallist á till. þessa, sem sje þær, að þar sem þessi maður tekur verkkaup sitt eftir ákvæðum sýslunefndar Gullbringusýslu, þá beri henni og að ákveða, hvort maðurinn eigi að fá dýrtíðaruppbót eða ekki. Jeg ræð því til, að rökstudda dagskráin verði samþykt.