01.06.1918
Efri deild: 33. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 962 í C-deild Alþingistíðinda. (2246)

77. mál, dýrtíðaruppbót handa Sigurgeiri Gíslasyni

Kristinn Daníelsson:

Hæstv. fjármálaráðherra sagði, að hjer væri verið að brjóta eitthvert mikilvægt „princip“, en það er alls ekki rjett, því þetta er ekki samanberandi við smávegarspotta í Borgarfjarðarsýslu, sem hann vildi bera saman við vegagerðina í Gullbringusýslu og leggja hvorttveggja að jöfnu. Maðurinn, sem hjer er um að ræða, er búinn að vinna að þessu starfi í fjölda mörg ár. Viðvíkjandi því, sem hv. þm. Vestm. (K. E.) sagði, þá skal jeg taka það fram, að jeg býst ekki við, að hægt væri að telja uppbótina með kostnaði við veginn, því þeir reikningar allir, sem þar að lúta, munu þegar vera uppgerðir. Þá væri, m. ö. o., enginn annar vegur fyrir höndum en sá, að maðurinn fái uppbótina úr sýslusjóði, eða ekkert, ef honum er ekki veitt hún úr landssjóði.