18.05.1918
Neðri deild: 26. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1010 í C-deild Alþingistíðinda. (2271)

39. mál, framkvæmdir fossanefndarinnar

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg skil ekki í þeirri bræði, sem greip hv. þm. V.-Sk. (G. Sv.), þó að mjer hrykkju af vörum orðin um „að miljónirnar væru að kalla“, því sannast að segja hlýtur þessi fyrirspurn að hafa eitthvert markmið, og þá eðlilega það, að láta miljónirnar ekki hverfa í burtu. En jeg fyrir mitt leyti er ekki hræddur um, að miljónirnar hverfi í burtu, þó maður gefi sjer nægan tíma til að íhuga og rannsaka, hvernig þeim verði best náð.