24.05.1918
Neðri deild: 30. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1012 í C-deild Alþingistíðinda. (2281)

48. mál, úthlutun kola

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg skal leyfa mjer að láta þess getið, að sveitarstjórnir og bæjarstjórnir sendu til stjórnarinnar tillögur um það, hvernig dýrtíðarkolunum skyldi verða úthlutað meðal manna. Stjórnin gerði það alstaðar að skilyrði fyrir staðfestingu þessarar reglu, að fátæklingarnir fengju kolin ódýru verði, undir meðalverðinu, sem var 120 kr. Víðast hvar á landinu voru 3 verð á kolunum, en hjer í Reykjavík voru þau 4. í 1. flokki kostaði smálestin 200 kr., í 2. fl. 160 kr., í 3. fl. 105 kr. og í 4. fl. 75 kr. Önnur afskifti af kolaúthlutun til sveitarfjelaga eða bæjarfjelaga hefir stjórnin ekki haft og gat ekki haft. Stjórnin gat ekki heldur ákveðið, hvað mikið af kolum skyldi vera í hverjum flokki, því til þess brast hana kunnugleik, en hún gat að eins sjeð um að hafa einn flokk með ódýrum kolum, og það gerði hún.

Sje jeg svo ekki ástæðu til að svara frekar.