27.05.1918
Neðri deild: 32. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1069 í C-deild Alþingistíðinda. (2300)

53. mál, hækkun á verði á sykri

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Það fór eins og jeg bjóst við, að það mundi teygjast úr þessum umr., og jafnvel blandast inn í þær einstöku atriði, sem ekkert skýra málið.

Gagnvart því, sem hv. 2. þm. Árn. (E. A.) tók fram, að það hefði verið gert of seint að skipa þessa nýju stjórn landsverslunarinnar, þá stafaði það mest af því að þessir menn, sem fyrir vali höfðu orðið, gátu ekki tekið við stjórninni fyr en um síðustu áramót, og einn þeirra ekki fyr en talsvert seinna, en það var fyrir löngu ráðið, hvaða merin stjórnin hugsað sjer að fá, og urðu það þeir, sem raun varð á. En gagnvart ýmsum öðrum atriðum, sem hv. þm. V.-Sk. (G. Sv.) tók fram, bæði um tafir á skipum og sendinefnd til Ameríku, þá álít jeg sjálfsagt, að það verði tekið fyrir á sínum tíma, í sambandi við verslunarmálið í heild sinni, en jeg vona, að engan furði á því, þótt ekki sje farið út í það nú.