18.05.1918
Neðri deild: 26. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 635 í C-deild Alþingistíðinda. (2346)

5. mál, laun íslenskra embættismanna

Frsm. minnihl. (Einar Arnórsson):

Það var út af tilmælum hæstv. forsætisráðh. um að jeg krefðist þess ekki að brtt. mínar, á þgskj. 91, yrðu bornar upp til atkv., að jeg leyfi mjer að lýsa yfir því, að jeg ætla mjer að geyma þær til 3. umr., og óska því, að þær verði ekki bornar undir atkv. nú.