14.05.1918
Neðri deild: 22. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 167 í B-deild Alþingistíðinda. (27)

4. mál, almenn dýrtíðarhjálp

Fjármálaráðherra (S. E.):

Það er að eins örstutt athugasemd. Háttv. meiri hl. nefndarinnar hefir hlaupið yfir það stigið, sem við á nú. Hann gerir engar ráðstafanir aðrar en hungurráðstafanir, en við viljum hjálpa áður en neyðin kemur. Og það er of seint að iðrast eftir dauðann, og ef að því ræki, að hungur kæmi, sem jeg vona að ekki verði, þá þarf ekki að vera að hafa um það langar umræður nú, hvað þá skuli gera, því að hvaða stjórn sem er mundi þá auðvitað telja sjálfsagt að hjálpa, hvað sem það kostaði.

Forsætisráðherra benti rjettilega á, að það væri óheppilegt að fara að brúka lánin á þessu stigi. málsins, og lánabrautin er meira að segja altaf óheppileg.