17.05.1918
Efri deild: 21. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 496 í B-deild Alþingistíðinda. (308)

14. mál, bæjarstjórn á Siglufirði

Magnús Torfason:

Jeg vildi að eins bæta ofurlitlu við orð háttv. frsm. (Jóh. Jóh.). Jeg lít svo á, að þegar á næsta þingi muni verða að samþykkja viðaukalög við þessi bæjarstjórnarlög Siglufjarðar, og munu sum þannig vaxin, að rjettara væri, að frv. til þeirra kæmi úr hjeraðinu sjálfu, en að Alþingi ætti frumkvæði að þeim.

Mun því þá verða kipt í lag, sem áfátt þykir við þessi lög.