15.05.1918
Efri deild: 19. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 535 í B-deild Alþingistíðinda. (369)

20. mál, eftirlaun handa Birni bankastjóra Kristjánssyni

Kristinn Daníelsson:

Þó að jeg í sjálfu sjer sje ekki á móti því, að frv. þessu verði vísað til nefndar, vil jeg þó láta í ljós, að jeg tel þessa enga þörf. Jeg geri ráð fyrir, að því verði vel tekið í þessari háttv. deild. Það hefir verið alllengi til meðferðar í hv. Nd. og hefir þar verið athugað í nefnd, og það er svo óbrotið, að allir háttv. þm. hafa getað athugað það til fullnustu. Mjer finst því heppilegast að lofa frv. að ganga áfram rjetta boðleið nefndarlaust, þótt jeg hins vegar geri það ekki að neinu kappsmáli.