04.07.1918
Efri deild: 57. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 564 í B-deild Alþingistíðinda. (408)

20. mál, eftirlaun handa Birni bankastjóra Kristjánssyni

Magnús Kristjánsson:

Jeg neyðist til að svara 1. þm. Rang. (E. P.) nokkrum orðum. Mjer er óskiljanlegt, að hann skyldi geta haldið aðra eins ræðu og hann hjelt, eftir að jeg hafði gefið skýrar upplýsingar um dagskrá mína. Með sínum biblíulegu útskýringum vildi hann sýna fram á, að dagskrá mín væri annaðhvort óþörf eða móðgun við bankastjórann. Þetta verð jeg að kalla blekkingartilraun, svo að jeg noti ekki önnur verri orð, sem þó gætu lýst þessari aðferð þm. (E. P.) betur. Mjer finst leitt að þurfa að margtaka. það upp, að niðurlag dagskrárinnar er rökrjett afleiðing af yfirlýsingu bankastjórans sjálfs. Það, sem er bygt á ummælum mannsins sjálfs, getur ekki verið móðgun við hann.

Jeg vil beina þeirri ósk til hæstv. forseta, að dagskrártill. mín verði borin upp í heilu lagi.