04.07.1918
Efri deild: 57. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 565 í B-deild Alþingistíðinda. (409)

20. mál, eftirlaun handa Birni bankastjóra Kristjánssyni

Halldór Steinsson:

Háttv. þm. Ak. (M. K.) hjelt því fram, að dagskrártill. mín væri ófullnægjandi og næði ekki tilgangi sínum. Jeg vil mótmæla þessu. í till. er ætlast til, að bankastjórinn fái eftirlaun, þegar þeirra þarf með. Sami þm. (M. K.) taldi ekki mikinn mun á till. okkar. Það verð jeg þó að telja. Í till. hans eru tiltekin 4.000 kr. eftirlaun. Þessi fjárhæð hefir einmitt orðið töluverður ásteytingarsteinn. Margir líta svo á, að þessum manni beri ekki margfaldlega hærri eftirlaun en öllum öðrum embættismönnum landsins.

Annar munur á minni till. og till. háttv. þm. Ak. (M. K) er sá, að í hans till. virðist koma fram vantraust á Birni bankastjóra Kristjánssyni. Hitt er algerður misskilningur, sem kom fram hjá atvinnumálaráðherranum, að þar lýsi sjer nokkurt vantraust á stjórninni. Það getur víst enginn skilið dagskrána á þá leið.

Að endingu vil jeg óska þess, að háttv. deild samþ. þá dagskrártill, sem jeg hefi borið fram.