03.05.1918
Neðri deild: 15. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 596 í B-deild Alþingistíðinda. (468)

28. mál, fé úr landssjóði til viðhalds Ölfusárbrúnni

Einar Arnórsson:

Mjer leist hv. 1. þm. Húnv. (Þór. J.) líta óhýru auga til þessa frv., er hjer liggur fyrir. Hann fann að því, að við flutnm. málsins fórum ekki þá leið, að biðja löggjafarvaldið að heimila sýslunefnd brúartoll. Ástæðan til þess, að við flutnm. frv. tókum ekki þann upp, var sú, að vjer töldum það ekki gerlegt. Vjer vitum flestir, að þar sem slíkir tollar hafa átt sjer stað, hefir orðið að afnema þá. Þeir þykja „barbariskir“. (Þór. J.: En sýslunefndin vill þetta). Þótt svo væri, tel jeg það með öllu ósamboðið siðuðu þjóðfjelagi að leggja toll á þau mannvirki, er sjálf þjóðin kostar, og skattleggja þannig umferð manna. Jeg hefi jafnvel átt í erjum um þetta á undirbúningsfundum undir þingkosningu, og mun aldrei fást til þess að fylgja slíku fram.