13.05.1918
Neðri deild: 21. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 611 í B-deild Alþingistíðinda. (494)

31. mál, hafsaga í Reykjavík

Frsm. (Þorleifur Jónsson):

Jeg þarf ekki að halda neina framsöguræðu um þetta mál, því að eins og menn sjá af nál., hefir nefndin komist að þeirri niðurstöðu að ráða til, að frv. þetta verði samþ. óbreytt. Frv. er aðallega breytingar á hafnsögumálum Reykjavíkurkaupstaðar, og þar sem málið virðist vera töluvert rækilega undirbúið frá þeim stjórnarvöldum, sem bera það fram, þá sjáum við ekki annað rjettara en að ráða til að samþ. það eins og það liggur fyrir.