13.05.1918
Neðri deild: 21. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 646 í B-deild Alþingistíðinda. (526)

32. mál, fræðsla barna

Framsm. (Jörundur Brynjólfsson); Það er að eins örstutt athugasemd út af ummælum háttv. 1. þm. S. -M. (Sv. Ó.) Jeg var búinn að margtaka þið fram, og segja það þegar jeg talaði fyrst, að það út af fyrir sig að taka sveitarlim fyrir kennara væri ekkert, en þegar hann var með öllu óhæfur til þess, að því er mentun snerti, þá var það rangt, enda var það eingöngu gert til þess að ljetta honum af sveitarsjóðnum. Og til þess nú að rökstyðja það enn betur, sem jeg hefi sagt, að ekki væri vandað mjög til kennaranna, skal jeg geta þess, að í öðru fræðsluhjeraði veit jeg til þess, að einn maður var tekinn þar til kennara, sem var þeim gáfum búinn, að hann gat ekki komist í gegnum 1. bekk kennaraskólans, og þegar slík dæmi sem þessi finnast, þá segi jeg, að ekki sje nægilega vandað til kennaranna.