25.05.1918
Neðri deild: 31. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 671 í B-deild Alþingistíðinda. (559)

41. mál, skemmtanaskattur

Jörundur Brynjólfsson:

Að eins örstutt athugasemd. Það er ekki alveg rjett hjá háttv. þm. Dala. (B. J.), að þessi lög sjeu alveg óþörf, þótt að vísu sje til það ákvæði í lögum, sem heimilar þau gjöld, sem þar er farið fram á. Jeg veit, að sum leyfi til kvikmyndasýninga eru svo úr garði gerð, að ekki er hægt að breyta sýningargjaldinu án laga. Þarf því að fá lög til þess að mega leggja þetta gjald á, og því ekki óþarft að samþykkja þetta frv. Annars held jeg, að frv. sje svo úr garði gert, að alveg sje óhætt að samþykkja það.