28.06.1918
Efri deild: 53. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 685 í B-deild Alþingistíðinda. (584)

41. mál, skemmtanaskattur

Frsm. (Magnús Torfason):

Mjer finst það lýsa nokkuð miklu vantrausti á sveitarstjórnum, ef þær eiga ekki að geta samið reglugerðir um það, hvernig skattinum skuli varið, þegar búið er að ákveða það í lögum, að honum megi ekki verja til venjulegra sveitarþarfa. En eftir því, sem fram er komið í umr., verður nefndin að vera algerlega á móti brtt, því að það er fullkominn stefnumunur í henni frá því, sem er í frv.