03.07.1918
Neðri deild: 62. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 689 í B-deild Alþingistíðinda. (591)

41. mál, skemmtanaskattur

Gísli Sveinsson:

Jeg vil að eins geta þess, að jeg trúði því varla, þótt jeg sæi nál., að allsherjarnefnd þessarar deildar tæki svo frv. frá Ed., að hún flytti enga brtt. Þess vegna bjó jeg ekki undir neina brtt. En jeg vildi beina því til háttv. þm. Skagf. (M. G.), að þótt hann og nefndin hafi viljað hlynna að einræði bæjar- og sveitarstjórna í þessu máli, þá gat hann látið sjer nægja það, sem lagt var í þeirra vald í frv., eins og það fór hjeðan. Þær geta gjarnan haft ákvörðunarrjett um það, hvað sjeu reglulegar leiksýningar, einvörðungu söngskemtanir o. s. frv. En þá tel jeg til of mikils mælst, ef þær eiga að ráða algerlega, af hvaða samkomum skattur skuli greiddur. Með frv, eins og það er nú, er þeim gefið í hendur að skattleggja allar listsýningar. Þetta einveldi vil jeg ekki selja þeim í hendur. Það getur vel verið skoðun þeirra manna, sem þar um fjalla, að skatt eigi að leggja á allar skemtanir, en það tel jeg ótilhlýðilegt.

Þess vegna er athugasemd mín fram komin.