05.06.1918
Efri deild: 36. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 232 í B-deild Alþingistíðinda. (64)

4. mál, almenn dýrtíðarhjálp

Magnús Torfason:

Jeg bjóst ekki við því, að mál þetta kæmi svona fljótt til umr. aftur.

Við 1. umr. benti jeg á það, að best væri að það kæmi sem síðast, því að pá vissu menn betur um ástæður allar.

Jeg hjelt líka, eftir að við fengum að vita um úrslit bresku samninganna og kunnur var orðinn grundvöllur sá. er byggja verður á allar bjargráðatilraunir þingsins, að háttv. bjargráðanefnd hefði annað að gera en að sitja yfir frv. þessu.

Jeg hjelt, að hún sæti önnum kafin dag eftir dag við að bjarga því, sem helst þarf að bjarga, atvinnuvegum landsins. (VI. K.: Hver segir, að hún sje ekki að því?). Málæðið í Nd. í gær bendir á alt annað.

Í nefndarálitinu segir, að frv. torveldi aðganginn að landssjóði fyrir þau sveitar- og bæjarfjelög, sem erfitt eiga og ekki geta lagt fram fje á móti af eigin rammleik. En jeg sje ekki, að það nái nokkurri átt, að þetta þurfi að gera Eftir almennum reglum þarf ekki sveitarfjelagið að sjá um nema innansveitarmenn. Að því er snertir hina, utansveitarþurfalingana, þarf dvalarhreppururinn ekki að láta þá fá nema 33 kr. En dýrtíðarhjálpin á að ná jafnt til allra öreiga, og er það því sýnn skaði fyrir dvalarsveitina að taka utansveitarmenn á sínar bjargir.

Hjálpin, sem veitast átti samkv. dýrtíðarlögunum frá síðasta þingi, átti einmitt að vera fólgin í því, að sveitarfjelögin fengju vaxtalaus lán. Sú hjálp var aldrei veitt, og urðu þau að bjarga sjer upp á eigin spýtur. Sama yrði nú, ef brtt. yrðu samþyktar; jeg býst þá ekki við, að lánsheimildinni yrði framfylgt.

Í 4. gr. frv. segir, að hinir allra efnaminstu, sem þó ekki þiggja af sveit, fái sinn hluta af vörunum fyrir alls ekki neitt, enda skoðist hjálpin ekki sveitarstyrkur. Með öðrum orðum, það á að láta ganga jafnt yfir alla, hvort sem þeir eiga sveit í hlutaðeigandi hreppi eða ekki. Jeg álít bót að þessu ákvæði, því að það tekur fyrir, að skapaðir verði nýir þurfamenn í landinu.

En eins og till. nefndarinnar eru úr garði gerðar, þá er jeg ekki í nokkrum vafa um, að verði þær samþyktar, þá verður ekki litið við hjálpinni. Það er, eins og öllum er kunnugt, mjög misjafnt, hve mikið er af aðfluttum mönn um í hjeruðunum; sumstaðar eru það fáir, annarsstaðar margir, og t d. í mínu hjeraði voru það 2/5 af öllum fátækragjöldum síðastliðið ár, sem voru veitt þurfamönnum annara hreppa.

Eftir brtt. nefndarinnar á hjálpin að ganga jafnt yfir þá líka, og má ekkert tillit taka til sveitfesti í venjulegum skilningi. Að henni yrði því ekkert gagn fyrir sveitarfjelögin. Á Ísafirði eru nú 2.000 manns; gæti því bæjarfjelagið þar fengið 2.000 kr. til dýrtíðarhjálpar að láni úr landssjóði, en svo gæti það fengið að láni t d 10.000 kr. til og þá 10.000 kr. styrk. Bæjarfjelagið hefir með öðrum orðum offrað 30.000 kr. Þetta er mikið, fyrir utan það, sem veitt er til þurfamanna, sem var síðastl. ár ca. 27 þús. kr. Jeg held því, að þessi aðferð bjargráðanefndar, til þess að veita dýrtíðarhjálp, kæmi aldrei til nota í mínu umdæmi Auðvitað er það líka nokkuð vafamál, hvort tilboð stjórnarfrumvarpsins yrði alment notað, þar sem endurgreiðslan úr landssjóði er að eins 1/3. Þó vil jeg ekki segja annað en að frv. stjórnarinnar sje til nokkurra bóta, einmitt frá því sjónarmiði, að vernda vinnukraftinn. En jeg hefi hugsað mjer að koma með brtt. við 3. gr. um að hækka endurgreiðsluna í helming.

Hræddur er jeg um, að varnagli nefndarinnar við 3. gr. hafi fjarska lítið að segja. Jeg hygg alveg jafnauðvelt fyrir bankana að segja nei, hvort sem það ákvæði verður að lögum eða ekki. Ísafjörður er t. d. sæmilega stætt sveitarfjelag, hvað efnahaginn snertir, en samt hefir gengið ákaflega erfitt að fá lán handa því í bönkunum. Jeg býst við, að sama yrði víðast upp á teningnum í því efni, ekki síður en áður hefir verið.

Annars vil jeg geta þess, að það fólk, sem mjer virðist sjerstaklega þörf á að hjálpa, er það, sem ekki getur aflað sjer eldiviðar sjálft. Eldiviðarvandræðin kúga fólk svo, að af því stafar hin mesta hætta. Það er orðið afar erfitt að fá eldivið, og það, sem fæst, er orðið afskaplega dýrt. Jeg álít því þar sjerstaklega þörf að hjálpa upp á sakir.

Viðvíkjandi 6. gr. frv. skal jeg geta þess, að því er atvinnubæturnar snertir, að það er að eins fyrri liður ákvæðisins, sem til framkvæmda getur komið fyrir utan Reykjavík, nefnilega atvinnubætur í beinar þarfir framleiðslunnar. Mjer er nú að vísu ekki fullkomlega ljóst, hvernig menn hafa hugsað sjer þær atvinnubætur, og hefi litið svo á, að væri einhver meining í þessu ákvæði, þá hefði það átt að sjást þegar hjer í þinginu, á hvern hátt stjórnin hefði hugsað sjer framkvæmdir í þessu efni. Og jeg vil hjer með leyfa mjer að láta þá ósk í ljós, að hæstv. stjórn og háttv. bjargráðanefnd gefi mjer upplýsingar um, hver sje hugsunin með þessu ákvæði í 6. gr.

Að síðustu verð jeg svo að taka það fram, að enda þótt jeg áliti, að stjórnarfrv. gangi of skamt að mörgu leyti, þá ná þó brtt. nefndarinnar enn þá skemra, og mun jeg því greiða atkv. með frv. en móti brtt.