10.06.1918
Neðri deild: 43. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 706 í B-deild Alþingistíðinda. (652)

93. mál, bráðabirgða útflutningsgjald

Flm. (Magnús Guðmundsson):

Eins og tekið er fram í greinargerðinni við frv., hefir fjárhagsnefnd flutt það að tilhlutun landsstjórnarinnar.

Jeg sje eigi ástæðu til þess að eyða að því mörgum orðum, því að allir munu sammála um, að það eigi fram að ganga. Að eins vil jeg benda á það, að hjer er um nýja aðferð að ræða í skattalög gjöf landsins, sem sje þá, að veita heimild til skattaálögu til landssjóðs með reglugerðum. En slík aðferð er fyllilega lögmæt, enda stendur nú sjerstaklega á. Enn fremur má benda á það, þessu til stuðnings, að tekjur sýslusjóða og sveitar- og bæjarsjóða eru teknar að miklu leyti með niðurjöfnun. En takmörkin fyrir þessum skatti eru þau, að hann verði aldrei hærri en svo, að landssjóður verði skaðlaus af verslun sinni með innlendar vörur, sem hann hefir neyðst til þess að taka að sjer.