10.05.1918
Neðri deild: 19. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 719 í B-deild Alþingistíðinda. (705)

21. mál, mjólkursala á Ísafirði

Frsm. (Einar Jónsson):

Mál þetta er að mínu áliti þannig vaxið, að ekki þurfi að spinnast miklar umr. um það.

Eins og nál. á þgskj. 72 ber með sjer, hefir enginn ágreiningur orðið um málið í nefndinni.

Frv. það, er hjer liggur fyrir, er nærri því sniðið orðrjett eftir lögum fyrir Reykjavík um sama efni, sem samþ. voru hjer á Alþingi síðast, og þar sem þörfin á svona lögum virðist ekki vera neitt minni á Ísafirði heldur en hún var í Reykjavík, þá fæ jeg ekki skilið annað en að frv. verði látið ganga fram.

Að svo mæltu lýk jeg máli mínu með þeirri ósk til háttv. deildar, að frv. verði vel tekið og í engu breytt.