04.05.1918
Efri deild: 13. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 721 í B-deild Alþingistíðinda. (712)

24. mál, bæjarstjórn á Akureyri

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson); Það þarf ekki að gera grein fyrir efni þessa frv., því að háttv. flm. (M. K.) gerði ljóslega grein fyrir því við 1. umr. málsins.

Allsherjarnefndin hefir athugað frv. og leggur til, að það verði samþ. með breytingum þeim, sem prentaðar eru á þgskj. 48. Brtt. eru þrjár, en þótt svo sje að forminu til, þá er ekki nema ein þeirra efnisbreyting.

Það er 1. brtt., við 4. gr., að talan 3 komi á undan tölunni 10. Brtt. er um 3 gr. laga nr. 65, frá 14. nóv. 1917, en grein þessi er um kosningarrjett Akureyrarbúa í bæjarmálum, og finst nefndinni rjett, að rýmkun kosningarrjettarns, sem í grein þessari felst, gangi þegar í gildi.

Nefndin hefir átt tal um þetta við flm. frv. (M. K), og er hann samþ. brtt., svo að jeg býst við, að háttv. deildarmenn hafi ekkert við hana að athuga, en afleiðing af þessari brtt. er 3. brtt., og 2. brtt. er að eins orðabreyting.