15.05.1918
Efri deild: 19. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 727 í B-deild Alþingistíðinda. (731)

35. mál, bæjarstjórn Vestmannaeyja

Karl Einarsson:

Jeg vil þakka háttv. nefnd fyrir ágætar undirtektir um málið og vona, að háttv. deild taki því eins vel.

Úr því að jeg stóð upp, þá vil jeg minnast á brtt. nefndarinnar 3. b. Ef nefndin álítur, að landsstjórnin ætti að eiga vísan fulltrúa í bæjarstjórninni, þar sem landssjóður á Eyjarnar, þá mætti koma þessu betur fyrir þannig, að bæjarfógetinn væri sjálfkjörinn bæjarfulltrúi, en bæjarfógeti væri kosinn, þegar kjósendur svo óska, samkvæmt ákvæðum frv. Jeg tek þetta að eins fram til athugunar, en geri enga till. þar um.