15.06.1918
Efri deild: 45. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 745 í B-deild Alþingistíðinda. (759)

75. mál, heimild til ráðstafana út af Norðurálfuófriðnum

Kristinn Daníelsson:

Jeg vil leyfa mjer að bera fram þá spurningu til hæstv. forseta, hvernig hann ætli að haga atkvgr. um brtt. á þgskj. 359. Þær eru allar bornar fram sem ein brtt, en eru í raun og veru þrjár brtt., svo að æskilegast væri, að hver einstök gr. fyrir sig sje borin upp. (Forseti: Jeg tel það rjettast). Jeg fyrir mitt leyti mun greiða atkv. með 1. og 3. gr., en jeg sje ekki ástæðu til að fella niður orðin „ef þörf gerist“, og mun því eigi greiða atkv. með 2. gr. Það gæti valdið misskilningi, en ekkert gagn gert.