01.07.1918
Neðri deild: 60. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 764 í B-deild Alþingistíðinda. (780)

75. mál, heimild til ráðstafana út af Norðurálfuófriðnum

Atvinnumálaráðherra (S. J):

Meðan svo er komið málum, sem nú er, að óvíst er, hvort núverandi verðlagsnefnd heldur áfram störfum sínum eða ekki, og óráðið er, hvort verðlagsnefndir verða skipaðar í bæjarfjelögum, hygg jeg heppilegast, að þetta atriði verði óbundið í frv., að stjórnin geti einnig ákveðið verð í smásölu.

Jeg get því ekki fallist á brtt. nefndarinnar, svo að loku verði ekki skotið fyrir þetta, og er jeg að því leyti samdóma háttv. þm. Borgf. (P. Ó.). Það er ekki víst, að verðlagsnefndin sitji framvegis, og gæti stjórnin þá ekki skift sjer af verði smásalanna.

Legg jeg því til, að brtt. nefndarinnar verði ekki samþ.