04.07.1918
Efri deild: 57. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 770 í B-deild Alþingistíðinda. (789)

109. mál, kaup landsstjórnarinnar á síld

Atvinnumálaráðherra (S. J); Háttv. frsm. (G. G.) var að biðja um sjerstakar athugasemdir við frv., og vil jeg verða við þeirri beiðni hans, enda þótt það heyri öllu frekar til 2. umr. Jeg lít svo á, að tímatakmark það, sem til er fært í 5. gr., sje of stutt, og það ætti að lengja. Það gæti enn fremur komið fyrir, að landsstjórninni byðist ekki eins mikil síld og nefndin gerir ráð fyrir, og þá er hvergi getið um, hvernig með málið skuli farið. Þetta tek jeg að eina fram sem bendingar til nefndarinnar.

Landsstjórnin hefir ekki rætt málið með sjer enn þá, svo að hún hefir ekki enn tekið afstöðu til þess, en það verður gert hið fyrsta.