04.07.1918
Efri deild: 57. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 796 í B-deild Alþingistíðinda. (800)

109. mál, kaup landsstjórnarinnar á síld

Frsm. (Guðjón Guðlaugsson); Jeg sje ekki, að hjer sje, um neina „spekúlation“ að ræða. Þetta eru bjargráð, eða. verslun með síld, einskonar deild af landsversluninni. Hjer er það tekið fram, að landsjóður eigi ekki að hafa allan ágóðan en um landsverslunina er ekki tekið neitt fram, hvernig skuli farið með ágóðann, enda hefir landsverslunin ekki verslað með innlendar afurðir til útflutnings. Og jeg sje ekkert á móti því, þótt framleiðendur beri betri hlut frá borði, ef landssjóður græðir vel á versluninni.

Þar sem hæstv. fjármálaráðherra var að tala um það, að enn væri eigi gerður fullnaðarsamningur um síld til Svía, þá verð jeg að líta svo á, að verðið sje ákveðið, þar sem þeir hafa boðist til þess að kaupa síldina fyrir ákveðið verð, og að minsta kosti verður verðið ekki lægra en það var í tilboðinu.