08.07.1918
Efri deild: 60. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 828 í B-deild Alþingistíðinda. (822)

109. mál, kaup landsstjórnarinnar á síld

Sigurjón Friðjónsson:

Brtt. á þgskj. 467 get jeg ekki greitt atkvæði. Það er ekki vegna þess, að jeg unni ekki síldarútgerðarmönnum neins hluta af ágóðanum, heldur vegna hins, að jeg vil ekki skapa með lögum þrætuepli handa næsta þingi.

Af tillögunum um borgunarfrestinn mun jeg fylgja till. hv. þm. Ísaf. (M. T.).