11.07.1918
Neðri deild: 68. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 858 í B-deild Alþingistíðinda. (845)

109. mál, kaup landsstjórnarinnar á síld

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg fæ ekki skilið, að háttv. þm. Borgf. (P. O) geti ætlast til, að jeg fari að skýra opinberlega frá samningum, sem eru ekki fullgerðir. Háttv. þm. (P. O.) hlýtur að vera svo kunnugur þeim málum, að hann veit að það er ekki unt. Stjórnin hefir stöðugt sagt, að samningar væru ekki fullgerðir og gæti hún því ekki skýrt nánara frá þeim en hún hefir gert. Jeg get því alls ekki svarað fyrirspurn háttv. þm. (P. O.).

En ef samningar væru þegar gerðir, þá væri auðveldara að fást við þetta mál. Þá hefði síldarútgerðarmönnum líklega ekki komið til hugar, að leita til þingsins um annað en skiftinguna.