12.07.1918
Efri deild: 63. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 887 í B-deild Alþingistíðinda. (879)

118. mál, dýrtíðaruppbót handa embættis- og sýslumönnum landssjóðs

Frsm. (Eggert Pálsson):

Að svo vöxnu máli hefi jeg ekkert frekar um frv. að segja, annað en það, sem jeg sagði í gær. Að eins vil jeg geta þess, að brtt. á þgskj. 491, sem fram er komin frá fjárveitinganefnd, er ekki efnisbreyting, heldur að eins formsbreyting til. þess að fyrirbyggja, að 2. gr. frv. verði misskilin. Hinsvegar vildi jeg skjóta því til hæstv. forseta, hvort hann vildi ekki láta bíða atkvgr. um þessa brtt. til 3. umr., með því að jeg veit, að fleiri brtt. eru á leiðinni.