15.07.1918
Neðri deild: 71. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 911 í B-deild Alþingistíðinda. (905)

118. mál, dýrtíðaruppbót handa embættis- og sýslumönnum landssjóðs

Matthías Ólafsson:

Að eins örstutt athugasemd viðvíkjandi þeim orðum háttv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.) að við hefðum ekki vitað, hve mikil upphæð var lögð fram með fyrra frv. En það er rangt, því að við höfðum reiknað það út, og býst jeg við, að upphæðin standi í framsögu málsins upp á krónu. Þegar frv. fór hjeðan, var hægt að sýna með tölum, hvern útgjaldaauka það bakaði landssjóði, frá því, sem nú er. Það er alveg rjett, að ýmsir voru skildir eftir. En það var gert með ráðnum hug, því að oss fanst ekki þörf að bæta þeim upp. Svo er t. d. um eftirlaunaflokkana. Menn vita, að það eru skiftar skoðanir um, hvort rjett sje yfirleitt að veita nokkur eftirlaun Og auk þess er búið að veita þeim dýrtíðaruppbót á eftirlaunum sínum.

Hitt er annað mál, ef fólkinu líður illa, að eitthvað sje litið til þess, Jeg hjelt, að þetta gætu allir skilið. Enda var það oft tekið fram, að það var regla nefndarinnar annars vegar, að uppbótin yrði ekki afskaplega há, heldur eftir hæfi, og hins vegar að bæta þeim upp, sem illa væru staddir.