16.07.1918
Neðri deild: 72. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 917 í B-deild Alþingistíðinda. (911)

118. mál, dýrtíðaruppbót handa embættis- og sýslumönnum landssjóðs

Björn R. Stefánsson:

Annaðhvort er það, að háttv. 1. þm. Skagf. (M. G.) misskilur frv. algerlega, eða þá að í því felst alt annað en ætlast er til. Jeg tók svo eftir, að háttv. þm. (M. G.) segði, að maður, sem hefði 2.000 krónur í laun, fengi ekki nema 100 krónur í uppbót. (M. G.: Já, í viðbót við það, sem var). En dýrtíðaruppbót þeirra manna verður alls 900 krónur, en jeg hygg, að eftir núgildandi lögum fái þeir ekki nema hjer um bil 600 kr. (M. G.: 675 kr. og 70 kr. fyrir barn hvert, í stað 50 kr. eftir frv.).

Jeg vildi að eins með þessum orðum tryggja það, að enginn misskilningur ætti sjer stað um þetta atriði.