26.04.1918
Neðri deild: 10. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 944 í B-deild Alþingistíðinda. (941)

10. mál, sala Ólafsvallatorfunnar

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg er fús til þess að svara fyrirspurnum þessu máli viðvíkjandi. Sjerstaklega hefði mjer verið kært, að nefndarálitin um hvorttveggja söluna, á Ólafsvöllum og Gaulverjabæ, hefðu, verið lögð fram og rædd í einu. Þá hefði verið hægara að svara fyrirspurnum, sem að málinu lúta, í heild sinni. En nú hefir háttv. flm. (S. S.) lýst yfir því, að það þýddi ekki þótt stjórnin lýsti yfir vanþóknun sinni á þjóðjarðasölu, því að viðtakandi stjórn gæti virt stefnu fyrirrennara síns að vettugi og breytt öðruvísi. Annars fanst mjer háttv. þm. S.-Þ. (P. J.) alt annað en ljós í ummælum sínum, þar sem hann talaði um, að stjórnin hefði verið hikandi í þjóðjarðasölumálinu. Hann ætti þó að muna, að í fyrra lagði stjórnin fyrir þingið frv. um frestun á þjóðjarðasölu, og var það ekki stjórnarinnar sök, að þingið feldi það frv. Stjórnin er alls ekkert hikandi í þessu máli, þótt jeg hins vegar búist við því, að hún telji sjer skylt að selja, ef einhverjar sjerstakar ástæður eru ekki fyrir hendi. Ef háttv. deild vill spyrja um eitthvað sjerstakt, er jeg fús til þess að svara.