26.04.1918
Neðri deild: 10. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 946 í B-deild Alþingistíðinda. (944)

10. mál, sala Ólafsvallatorfunnar

Forsætisráðherra (J. M.):

Hv. þm. Árn. (E. A.) var að finna að því, hve oft jeg hefði tekið til máls um þetta lítilfjörlega atriði. Það getur vel verið, en þess minnist jeg, að þegar þessi háttv. þm. (E. A.) sat í ráðherrasætinu, gerði bann hið sama. Jeg man, að hann svaraði þá einatt hverju atriði, sem til hans kasta kom, og jeg ámæli honum ekki fyrir það. Jeg bjóst sem sagt ekki við aðfinslu fyrir þetta. Auk þess furðaði mig á því, að sami háttv. þm. (E. A.) skyldi þurfa að snúa út úr orðum mínum. Jeg sagði aldrei, að jeg hefði orðið glaður er þingsályktunartillagan kom fram; þvert á móti taldi jeg hana óþarfa.