11.05.1918
Neðri deild: 20. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 967 í B-deild Alþingistíðinda. (977)

40. mál, sauðfjárbaðlyf

Einar Jónsson:

Að eins örstutt athugasemd. Jeg hefi ekkert að athuga við ræðu háttv. flm. (Þór. J.). Hann var sanngjarn, sem honum er lagið. En jeg sje ekki, til hvers það er að samþykkja tillögu um tryggilegt eftirlit, þegar ekkert er meint með því, annað en það, sem menn hafa áður verið skyldaðir til. Þá er betra að fella það atriði niður í þessari tillögu. Allar endurtekningar eru óþarfar og hvumleiðar, ekki síst í lögum.