01.06.1918
Efri deild: 33. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 973 í B-deild Alþingistíðinda. (991)

44. mál, laun til Gísla Guðmundssonar

Karl Einarsson:

Vegna þess, að þingsál. er ekki skýrt orðuð, vil jeg taka það berlega fram, að fjárveitinganefndin ætlast til þess, að launaviðbót Gísla gerlafræðings Guðmundssonar verði 600 kr., svo að árslaun hans verði alls 2.400 kr., eins og hann væri forstöðumaður efnarannsóknarstofunnar. Þetta tek jeg fram til að fyrirbyggja misskilning, og sama var tekið fram í háttv. Nd.