14.05.1918
Neðri deild: 22. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 974 í B-deild Alþingistíðinda. (995)

45. mál, útsæði

Frsm. (Sigurður Sigurðsson):

Bjargráðanefnd hefir leyft sjer að koma fram með till. þessa um útsæði. En þegar talað er um útsæði í daglegu máli, er átt við kartöfluútsæði, svo að heitið „útsæði“ á ekki að þurfa að valda misskilningi. Að öðru leyti er gerð grein fyrir ástæðunum til till. í greinargerð nefndarinnar, og vísast til þess, sem þar er sagt.

Jeg finn svo ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um till. og tel víst, að hún fái góðar undirtektir.