02.09.1918
Neðri deild: 2. fundur, 30. löggjafarþing.
Sjá dálk 17 í B-deild Alþingistíðinda. (130)

Sætaskipan

Bjarni Jónsson:

Jeg vil fyrst láta í ljós, að mjer kemur það kynlega fyrir, að háttv. þm. N.-Þ. (B. Sv.) ber fram þessa kröfu, því að jeg veit ekki betur en að hann styddi mitt mál áður.

Hvað viðvíkur orðum hæstv. forsætisráðherra vil jeg benda á það, að síðasti fundur hefir leyft afbrigði um alla embættismenn og fastanefndir þingsins. Ætti þó ekki helgi staðarins að vera svo mikil, að menn megi eigi halda sætum sínum þessa fáu daga. Það er þó sannarlega eins mikið undir því komið, hverjir skipa embætti þingsins og fastanefndir, og hinu, í hvaða stól menn sitja. (B. Sv.: Eigumst lög við). Þetta eru lög, sem jeg mæli.